mánudagur, september 25, 2006

Dauðir linkar

Linkarnir eru dauðir, búið að loka aðgang mínum að LHÍ servernum. Enda skiljanlegt þar sem ég er ekki enn nemandi þar. Stefni að því að kippa þessu í lag í kvöld.

föstudagur, september 22, 2006

Frá Missy Elliott til The Shadows

Hip-hop er mjög sjálfhverf tónlistarstefna og textabrot eru endurnýtt aftur og aftur og taktar endurunnir undir ýmsum formerkjum. Talent borrows, genius steals. Dæmin eru fjölmörg um stöðuga endurvinnslu og gaman að skoða hvernig unnið er með efnið. Missy Elliott gaf t.a.m. út lagið We Run This í fyrra og notaði þá Apache taktinn frá Sugarhill Gang en þeirra enduvinnsla á laginu hefur verið samplaður endalaust innan hip-hop heimsins. En Sugarhill Gang endurunnu taktinn frá Incredible Bongo Band sem hafði endurunnið hann frá Shadows. Fyndið samt í upphafi We Run This segir Missy "my style can't be duplicated or recycled" rétt áður en Apache takturinn skellur á...

Hverjum hefði dottið í hug áhrif Apache eftir The Shadows, einni hallærislegustu hljómsveit síðustu aldar. Bakköpp sveit Cliff Richard. Svo eru til óteljandi aðrar útgáfur sem eru misjafnlega áhugaverðar sem hægt er að grafa upp. En ég mæli með að hlusta á þessi lög, gaman að sjá hvernig unnið er úr þessu Shadows lagi.Missy Elliott - We Run This
The Sugarhill Gang - Apache
Incredible Bongo Band - Apache
The Shadows - Apache

laugardagur, september 16, 2006

We Are Bitches In The City

Ekki hlustað á Air í langan tíma en heyrði Everybody Hertz diskinn um daginn og hef verið að rifja hann upp síðan. Mörg skemmtileg og fjölbreytt remix á plötunni, allt frá bossanova til döbb og hip-hops. Held einna mest upp á Jack Lahana remixið af People In The City, þó að takturinn á köflum minnir mig óneitanlega á Missy Elliot. Reyndar ætti útgáfan að heita Bitches In The City. Svo er líka á plötunni lagið The Way You Look Tonight sem hefur eingöngu komið út á þessari plötu. Mæli líka með heimasíðu Air, þar er t.d. hægt að fara í ýmsa gagnvirka leiki og finna ýmislegt sem gleður.


Air - People In The City (Jack Lahana Remix)
Air - The Way You Look Tonight

Svo ef einhver ætlar að fara að dansa þá er Rex The Dog tilvalinn fyrir það tækifæri. Tja, eða Ajax. Gredda eða jungle. Virkar allavega. Ég vill annað Ajax kombakk.


Ajax - Forget
Rex The Dog - Frequency

laugardagur, september 09, 2006

Þungarokkspóstur nr. 1

Örugglega líka sá síðasti því mér leiðist þungarokk og rokktónlist sem inniheldur gítarsóló eða trommusóló. Hluti af því er líka að mér leiðist fólk sem hrífst af þungarokki, en það er önnur saga. Hins vegar var ég að horfa á Wild At Heart í gær og þegar ég horfi á hana og heyri stefið úr Slaughterhouse með Powermad þá langar mig að eignast slönguskinnjakkan hans Nicolas Cage og dansa eins og hann í myndinni. En sá draumur verður að rætast síðar. Ég á ekki einu sinni leðurjakka. Verð bara að láta mér nægja að hlusta á lagið og reyna að ná spörkunum hans við lagið í laumi.


Powermad - Slaughterhouse

Svo þegar maður hlustar á lagið þá áttar maður sig á því að lagið er ekki jafnsvalt í raunveruleikanum og þegar Nicolas Cage og Laura Dern eru að stíga trylltan dans við sólóið úr laginu þá er ágætt að setja Typewriter á fóninn. Nær manni niður á jörðina. Lengi leitað að þessu lagi eftir að hafa heyrt það fyrir ca. 2 árum. Leroy Anderson samdi og skrifaði. Gjörið svo vel

Leroy Anderson - Typewriter

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Hvernig Regina Spektor eyðilagði fríið mitt..eða næstum því

Flaug ásamt frú til Berlín 15. ágúst og sá auglýsingu um að Regina Spektor væri að spila það kvöldið á klúbb nálægt þar sem við vorum. Mættum á staðinn og við blasti röð af undarlega svartklæddu crowdi í röð, einhvern vegin ekki líklegt lið til að vera á leiðinni á Reginu Spektor. Enda kom í ljós að tónleikunum hafði verið frestað. Tékkuðum samt á klúbbnum sem var einkonar numetal/emo-rokk staður sem var ekki alveg það sem maður hafði búið sig undir. En létum okkur hafa það og sátum að drykkju með hressum A-Þjóðverjum. Þegar við ætluðum að halda heim á leið vildi svo ekki betur til en Dana fékk feiknastórt gler lengst upp í ilina á leiðinni út af klúbbnum. Við tók svo mikið blóð, sjúkrabíll, ca. tveir tímar á spítala, fjögur spor í ilina, hækjur og hugsanlega rúmfesta í einhverja daga hjá Dönu. Allavega varð ekkert úr Belgíuferð hjá okkur, vorum reyndar búin að ræða að slá hana af vegna verulegs lestar- eða flugkostnaðar.

Svo pointið með þessari sögu/afsökun: ekkert fokking Pukkelpop þetta árið. En í sárabót var farið á Massive Attack tónleika þar sem TV On The Radio og DJ Shadow hituðu upp. TVOTR byrjuðu og voru frábærir, hljóðið gott, bandið þétt og Tunde Adebimpe er minn uppáhaldsrokksöngvari. Eftirminnilegast hjá þeim var þegar þeir tóku Wolf Like Me. Tunde er líka magnaður á sviði. DJ Shadow kom svo næst, vopnaður 3 plötuspilurum og með tjald fyrir aftan sig þar sem videó var varpað í takt við lögin. Hann spilaði gamalt dót í bland við lög af nýju plötunni, The Outsider, sem er að koma út.

DJ Shadow var skemmtilegur og fékk fólk til að hreyfa á sér mjaðmirnar. Best fannst mér útfærslan á Six Days og svo Seein Thangs og videóið við það lag sem er á nýju plötunni. David Banner rappar í Seein Thangs með sterkum, suðurríkja grime hreim. Kannski ekki fyrir alla en fannst nýju lögin sem innihéldu rapp mun betri en þegar hann fékk einhvern Chris Martinlegan söngvara til að taka nokkur lög með sér. Það var ekki jafn skemmtilegt.

Massive Attack enduðu svo kvöldið. Mættu með hljómsveit á sviðið sem mér fannst ekki að vera gera sig, hljóðið ekki nógu gott og óþarfa gítarsóló sem einstaka áhorfendur slömmuðu jafnvel við. Ekki viðeigandi. En þeir áttu ágætis spretti og voru ágætir en náðu ekki upp sömu stemmingu og TVOTR og DJ Shadow. Ullu mér vonbrigðum með að taka ekki nýjasta lagið sitt, Live With Me. En þetta voru yfir heildina fínir tónleikar og ágætis sárabót. Ætlaði svo á Afrika Bambaataa síðasta föstudag en veiktist skyndilega og fékk mikinn hita og missti af þeim.

DJ Shadow - Seein Thangs (ásamt David Banner)

Er búinn að vera fastur í 80's electrórappinu og held mig í því enn um sinn. Sá afbragðs myndband með Rocksteady Crew við hið stórskemmtilega lag Hey You. Ef ég væri stelpa þá mundi ég pottþétt klippa mig eins og söngkonan í myndbandinu. Æðislegt myndband.


Rocksteady Crew - Hey You
Planet Patrol - Play At Your Own Risk

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Morrissey tónleikar og tónlist fyrir 8 klukkustundir og 46 mínútur í lest

Innipúkinn um síðustu helgi var nær eintóm vonbrigði, Ghostigital og Mugison best. Nenni ekki einu sinni að skrifa um hann. Morrissey var skínandi góður og hress. Fullkomin poppstjarna með frábæra sviðsframkomu.

Skipulagið á tónleikunum var fáránlegt. Þeir sem áttu miða í stúku fengu sæti niðri á gólfi og þeir sem voru í stæði voru í stúkunni. Svo endaði það með því að þeir sem höfðu mætt fyrst á staðinn til að tryggja sér fremstu sætin niðri voru illa sviknir því einhverjum fokkings hálfvitum datt í hug að gefa skít í liðið sem sat prúðbúið og standa fyrir framan sviðið. Fólk tróð sér fyrir framan sviðið svo þeir sem fremst sátu sáu ekki neitt. Ég hafði ekki áhyggjur af því enda á besta stað, neðst í stúkunni með gott útsýni.

Upphitunaraktið var jafn leiðinlegt og Morrissey var góður, skil ekki hvað það átti að þýða að bjóða manni upp á þetta drasl. Söngkonan virtist líka skynja hvernig áhorfendum leið, sérstaklega þegar því var gríðarlega fagnað þegar hún tilkynnti að hún væri að fara syngja lokalagið. Kannski óþarfi samt.

En svo kom gamli maðurinn á svið ásamt hljómsveit, allir snyrtilega klæddir og flottir. Sviðsuppsetningin var líka æðisleg í 50's stíl, einfalt tjald í bakgrunni og einföld og flott lýsing. Hljómsveitin staðsetti sig líka vel fyrir aftan Morrissey, svona til að undirstrika hver er stjarnan. Þrjú Smiths lög voru tekin, How Soon Is Now?, Girlfriend In A Coma og Panic. Mest var tekið af Ringleaders Of The Tormentors, enda verið að fylgja henni eftir. Sú plata er líka frábær og lögin af henni nutu sín einstaklega vel. Kannski voru margir að vonast eftir fleiri Smiths lögum en ég get ekki annað en verið sáttur.


Morrissey - First Of The Gang To Die (Tónleikar í Malmö, 2002)

Er svo að fara til Berlínar á þriðjudaginn og svo strax á miðvikudaginn tek ég lest til Hasselt með viðkomu í Brussel. Þetta ferðalag tekur 8 klukkustundir og 46 mínútur. Tilgangurinn með þessu fáránlega langa lestarferðalagi er Pukkelpop og því ætti þessi ferð að borga sig enda nokkrar ágætis hljómsveitir að spila. Hlakka nú mest til að sjá stærstu nöfnin eins og Beck,Radiohead, Massive Attack, Knife, José Gonzales, Hot Chip, TV On The Radio og svo nokkur smástirni eins og Regina Spektor, Colder, MSTRKRFT, Pipettes, White Rose Movement svo nokkrir séu nefndir. Þetta verður allavega svaka djúsí þrír dagar, svona lænöpp, tjald, bjór og skemmtilegt fólk getur ekki klikkað. En fyrst ég verð úti til 27. þá skelli ég broti úr playlista sem ég gerði fyrir lestarferðina sem er blanda úr öllum áttum.

Animals On Wheels - Never In And Never Out
Aphex Twin - IZ-US
Jay-Z - Sunshine (Ratatat remix)
Can - Mushroom
The Go! Team - Phantom Broadcast
Dengue Fever - Ethanopium

Public Enemy - Shut 'Em Down (Pete Rock remix)
Public Enemy - Show 'Em Watcha Got
UTFO - Roxanne, Roxanne
Afrika Bambaataa & The Soulsonic Force - Go Go Pop
Forgotten Lores - FL Samkvæmi
DJ Noize - O.D.B. Tribute
DJ Shadow, DJ Krush & Roni Size - Freestyle

Purrkur Pillnikk - Rotið
Japan - Nightporter
A.C. Newman - Most Of Us Prizefighters
Lizzy Mercier Descloux - Wawa

Lee Hazlewood - Vem Kan Segla
Handsome Boy Modelling School - I've Been Thinking (ft. Cat Power)
Herbert - The Movers And The Shakers
Regina Spektor - Chemo Limo
Os Mutantes - Panis Et Circenses
Classics IV - Spooky
Minnie Ripperton - Loving You

Þetta ætti að duga í bili. Góða hlustun.

föstudagur, ágúst 11, 2006

Hollensk hip hop og Þór Eldon

Var bent á hollenska rapparann Pete Philly af vini mínum út í Hollandi. Ákvað að ná í plötuna Mind.State með honum ásamt pródúsernum Prequisite. Þeir gera hip hop í anda djasskotinna 
hip hop banda s.s. A Tribe Called Quest, Digable Planets, The Roots, 
The Pharcyde o.fl. Ekkert að finna upp hjólið en þetta er bráðferskt stöff frá þeim félögum. Svona hollenska útgáfan af Forgotten Lores. Sem er ekki slæmt.  Í laginu Hope fá þeir Talib Kweli til liðs við sig en hann ætti alvarlega að íhuga frekara samstarf með þeim félögum, sérstaklega Prequisite enda afar hæfileikaríkur. Mjög smooth plata sem ég mæli með.

Pete Philly & Prequisite - Hope (ásamt Talib Kweli)
Pete Philly & Prequisite - Lazy

Svo heyrði ég nokkur lög af nýútkominni plötu Þórs Eldon þar sem hann hefur smíðað takta undir ljóðalestur hins mikla ljóðskálds, Dags Sigurðarssonar. Þau lög sem ég hef heyrt eru hreint út sagt eyrnakonfekt og með því ferskasta, fallegasta og besta sem ég hef heyrt í íslensku tónlistarlífi síðan, tjah, man ekki hvað. Stórkostlegt og hlakka til að fá plötuna upp í hendurnar en hún er uppseld í bili en fljótlega von á öðru upplagi. Fæst aðeins í Smekkleysu og á sanngjörnu verði. Dauðaskammtur kemur allavega sterklega til greina sem besta íslenska lag ársins.

Þór Eldon & Dagur Sigurðarson - Dauðaskammtur

Man eftir því hvað M.I.A. var fersk og skemmtileg. Svo var henni nauðgað og í kjölfarið fékk maður leiða. Nú er svarið komið við bænum manns um nýtt og ferskt greddu hip hop popp sem fær mann til að dansa við. Japanska dísin Tigarah. Fann lagið Girlfight með henni og veit ekkert hvað hún er að syngja um en það skiptir ekki öllu máli. Hún dansar. Og fær mann með sér. Svo er hún ekkert slæm ásýndar.


Tigarah - Girlfight