fimmtudagur, janúar 26, 2006

Kirkjur og kvikmyndir

Ég hef verið að uppgötva plötu sem fór fram hjá mér í fyrra, platan The Complete Guide To Insufficiency með David Thomas Broughton. Sérstaklega hefur síðasta lagið á plötunni heillað mig, Ever Rotating Sky. Platan er öll tekin upp í einni töku inn í kirkju og Broughton er bara einn að spila á gítar og með smá undirspil á teipi. Hann minnir dáldið á Anthony & The Johnsons á köflum eða Will Oldham og jafnvel Devendra Banhart. Spái því að þessi drengur eigi eftir að verða hæpaður upp með næstu plötu, allavega bind ég miklar vonir við hann.



David Thomas Broughton - Ever Rotating



Sándtrökkin úr myndum David Lynch eru alltaf framúrskarandi og hann hefur alltaf verið hrifinn af tónlist og tíðaranda 6. áratugarins. Þó svo að tónlistin úr Mulholland Drive sé kannski ekki jafn eftirminnileg og t.d. úr Blue Velvet þá stendur samt eitt lag upp úr þeirri mynd. Það er hið sykursæta tyggjókúlupopplag I've Told Every Little Star með Lindu Scott.



Linda Scott - I've Told Every Little Star

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home