fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Hinn þýski Günther

Günther Kaufmann er ekki bara stórkostlegur leikari heldur er hann einnig gæddur íðilfagurri rödd svo ekki sé minnst á laglegu mottuna sem hann ber stoltur. Þrátt fyrir þessa mannkosti þá hefur hann verið nokkuð óheppinn og var í nóvember 2002 dæmdur óréttilega í 15 ára fangelsi fyrir morð á endurskoðandanum sínum. En réttlætið sigrar alltaf á endanum og Günther fékk frelsi árið 2003. Í réttarhöldunum 2002 var hann bæði sakborningur og sönnunargagn A, þ.e. morðvopnið. Þegar hann svaraði fyrir það þá féllu þessi fleygu orð: "I simply fell on him, I didn't mean to kill him. All of a sudden he was just no longer moving." Já, svo einfalt var það. Síðast var vitað af Günther í Bremen að taka upp Frank Sinatra og Dean Martin slagara. Lagið Our Love er hins vegar frá ca. 1970 og söngurinn minnir þó nokkuð á Jim Morrison... já Jim Morrison.



Günther Kaufmann - Our Love

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home