sunnudagur, febrúar 12, 2006

Jay Dee - 1974 - 2006

Þá er einn virtasti taktsmiður hip hops fallinn frá. Jay Dee (eða J-Dilla) lést á föstudaginn aðeins 32 ára. Nei, hann var ekki skotinn eða lést úr ofneyslu heldur hafði hann glímt við nýrnasjúkdóm og er það talið vera banamein hans. Hann var dáður og dýrkaður meðal taktsmiða sem töldu hann einn þann allra besta. Taktar hans einkenndust helst af djössuðum blæ og þungum bassa. A Tribe Called Quest, De La Soul, Pharcyde, Common, Busta Rhymes eru meðal þeirra sem hafa notið krafta hans, svo var hann einnig um tíma í sveitinni Slum Village. Síðustu árin starfaði hann svo m.a. með hinum hæfileikaríka Madlib undir nafninu Jaylib. Lagið The Red er af plötunni Championsound sem Jaylib gerðu árið 2003. Madlib og Quasimoto alter egóið hans sjá um rappið í laginu.



Jaylib - The Red

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home