sunnudagur, mars 05, 2006

How abstract can you get

Búinn að vera að hlusta á Ghostigital plötuna In Cod We Trust síðustu viku. Mikill meirihluti fólks sem heyrir í þeim þolir þá og Einar Örn einfaldlega ekki eins og til dæmis flestir sem fóru á Hættið! tónleikana en þeir sem fíla þá á annað borð og gefa þeim séns fatta snilldina. Mér finnst Einar Örn og Curver vera mun samstilltari og skemmtilegri en á fyrstu plötunni auk þess sem Gísli Galdur setur sterkan svip á plötuna með skratsi sem fellur vel að lögunum. Platan er hiphopkenndari og aðgengilegri þó hún sé alls ekki útvarpsvæn heldur erfið og tilraunakennd. Lögin hafa mun reglubundnari uppbyggingu en á fyrri plötunni og svo kannski er maður orðinn vanari og hefur meira þol fyrir tilraunakenndum hljóðum og marglayeruðum töktum Ghostigital. En allavega finnst mér platan stórskemmtileg og hún er ekki á leiðinni úr spilaranum strax.


Ghostigital - In Cod We Trust (ásamt Mark E. Smith)(Vinsamlegast kaupið plötuna)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home