fimmtudagur, mars 02, 2006

Þýskt gleðidanspopp

Hljómsveitin Stereo Total er búsett í Berlín og en meðlimirnir eru frá Þýskalandi og Frakklandi. Sú blanda er að virka vel en þeir voru að senda frá sér plötuna Discotheque. Platan vísar í allar áttir og blandar saman hip hop, dub, 60's poppi, diskói, rokki svo eitthvað sé nefnt. Þeir taka nokkur tökulög eftir stórstjörnur á borð við Lou Reed, Rolling Stones og Serge Gainsbourg og setja í dansgallann. Ég ætla að henda inn laginu Bad News From The Stars sem Gainsbourg gerði upphaflega sem reggílag en Stereo Total eru búnir að hressa aðeins upp á það.
Leyfi orginalnum að fljóta með enda klikkar Gainsbourg aldrei.



Stereo Total - Bad News From The Stars
Serge Gainsbourg - Bad News From The Stars


Svo í lokin ætla ég að skjóta inn mynd þar sem búið er að kortleggja tónlistarstefnur og tónlistarmenn með því að setja það inn á kort af undergroundkerfinu í London. Nördalegt en athyglisvert að kíkja á þetta, ekkert verri afþreying en hver önnur.

London Underground Map (pdf skjal)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home