mánudagur, mars 13, 2006

The Black Heart Procession

Hef verið að hlusta á rímixplötuna Indie Rock Blues þar sem hiphoppródúserinn Joe Beats, úr hinni skemmtilegu Non-Prophets, hefur tekið nokkra indírokkslagara og slitið þá sundur og endurraðað þeim upp og sett takta undir. Það er ekki bara bætt við töktum undir heldur er hann eiginlega að endurskapa lögin. Þetta er allavega skotheld plata og með betri mixplötum sem ég hef heyrt. Það er til dæmis magnað hvernig hann meðhöndlar lagið When We Reach The Hill með The Black Heart Procession. Lagið rak mig til að kynna mér þessa hljómsveit og ég féll fyrir því sem ég náði að grafa upp með henni. Ætla að skella inn laginu Waterfront (The Sinking Road) sem er hádramatískt og kalt póstrokk af plötunni 2. Ekkert nýtt á ferð en skemmtilega sorgleg stemming sem er fínt á mánudegi.


The Black Heart Procession - When We Reach The Hill (Joe Beats Remix)
The Black Heart Procession - Waterfront (The Sinking Road)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home