miðvikudagur, mars 08, 2006

Massíft frá Bristol

Það er von á best of frá Massive Attack og dvd diskur með myndböndum sveitarinnar á að fylgja með. Eitt nýtt lag á að fá að slæðast með og er komið í spilun. Það heitir Live with me og er sungið af Terry Callier sem syngur af mikilli yfirvegun og tilfinningu. Það er eins og hann hafi alltaf sungið með Massive Attack, djössuð rödd hans fellur vel að mjúkum takti lagsins. Mér fannst síðasta plata 100th Window engan vegin nógu góð og kvikmyndatónlistin fyrir Danny the Dog var heldur ekki að gera neitt fyrir mig. Ég held að lagið eigi eftir að sóma sér vel meðal bestu laga sveitarinnar enda vex það með hverri hlustun og á alveg heima við hlið Unfinished Sympathy. Myndbandið, eftir Jonathan Glazer, er líka stórgott og svipar til myndbandsins fyrir Unfinished Sympathy.


Massive Attack - Live with me (ft. Terry Callier)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home