föstudagur, mars 31, 2006

Reggí - ekki bara Bob Marley

Bob Marley platan Legend er líklega til á flestum heimilum og þó flestir fíli Marley þá eru sárafáir sem kafa dýpra í reggíið og finnst það óþarfi þar sem Legend platan dugar þeim ágætlega. En Bob Marley er bara toppurinn á ísjakanum og ósanngjarnt að margir reggítónlistarmenn fái ekki þá viðurkenningu sem þeir eiga skilið. Tékkið á Lee Perry, Robbie & Sly, Max Romeo, John Holt, Horace Andy, Gladiators, King Tubby, Damien Marley eða þó það væri ekki nema fokkin UB40 þá allavega ekki láta reggíið stoppa eftir að Jammin' klárast á Legend disknum. Það er svo miklu meira gott til. Ímyndið ykkur ef allir ættu bara einn disk fyrir hverja stefnu, Doolittle fyrir rokkið, Doggystyle fyrir rappið, Legend fyrir reggíið, Experience fyrir danstónlistina o.s.frv. Fáránlegt. Hérna eru nokkrir reggítónlistarmenn og tóndæmi frá þeim. Tékkið á þeim.

Fyrst er Brooklynsveitin Paragons með lagið Got To Get Away eftir snillinginn John Holt en hann var um tíma í Paragons. Flestir þekkja lagið í búningi Massive Attack en þá söng Horace Andy lagið og þá hét það Man Next Door.


Paragons - Got To Get Away

Ef maður er á annað borð að tala um meistarann Horace Andy þá er nauðsynlegt að heiðra hann með því að pósta einu af mörgum frábærum lögum sem hann hefur sungið. Ein flottasta og sálarfyllsta rödd sem maður heyrir. Massive Attack vita það og láta hann syngja á hverri plötu hjá sér.


Horace Andy - Do You Love My Music

Max Romeo þekkja flestir enda söng hann hið margsamplaða lag I Chase The Devil (Out of Space, Encore..). Hér syngur hann og tilbiður hið margrómaða jamaíska marijúana eins og rastafara er siður.


Max Romeo - My Jamaican Collie

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú virðist tala fyrir daufum eyrum hérna en takk takk fyrir þó það væri nú ekki nema setja Got to get away inn sem er eitt af mínum uppáhaldslögum

24/7/06 11:42  

Skrifa ummæli

<< Home