miðvikudagur, mars 29, 2006

Sjónvarp tónvarp

Búinn að vera í veikindum í eina og hálfa viku og á þeim tíma hef ég horft á óæskilega mikið á misgáfulega sjónvarpsþætti. Mest rusl en sá fyrstu 2 þættina úr 5. seríu Sopranos. Flúff flúff flúff. Þessir þættir eru of svalir og tónlistin sem er í þeim maður. Usss. Þessir þættir eru svaðallegir og í fyrsta þættinum var sérstaklega eitt lag sem prýddi magnað atriði sem inniheldur m.a. snöru og svo Tony að elda pasta. Lagið er eftir Artie Shaw sem var upp á sitt besta í bigband senunni í kringum 1940.

Svo var lag í byrjun þáttarins sem var notað til að rifja upp síðustu seríu. Í því lagi les William Burroughs texta upp yfir lágstemmda tóna. Lagið er eftir Material sem er hliðarverkefni Bill Laswell sem hefur komið víða við á sínum ferli. Líklega þekktastur fyrir að semja Rockit ásamt Herbie Hancock. Reyndar er þessi útgáfa sem ég pósta með upplestri með Laswell sjálfum en það kemur ekki að sök.


Artie Shaw - Comes Love


Material - The Seven Souls

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home