miðvikudagur, apríl 05, 2006

Mammút

Platan loksins komin út hjá Mammút eftir langa bið. Fantagóð en í sumum lögum er fulláberandi hvaðan áhrifin koma. Nefni sem dæmi Sonic Youth áhrifin í Faðmi (kannski nærtækara að nefna Curver af plötunni Haf) og Blonde Redhead taktarnir í lokalaginu Mammút. Síðastnefnda lagið finnst mér skara langt framúr öðrum lögum á disknum og ég mundi vilja sjá hljómsveitina halda áfram á þessari braut. Lagið er rólegra en önnur en hefur yfir sér yfirgengilegan sjarma. Skil ekki alveg af hverju þau eru að veðja á Þorkel sem helsta slagarann af plötunni þar sem mér finnst það engan veginn það besta á disknum, hvorki textalega né tónlistarlega séð.

En það sem gerir hljómsveitina einstaka og í sérflokk er einstakur söngur Katrínar Mogensen og tussusvalur bassaleikur Guðrúnar Heiðar. Ég fór á útgáfutónleikana hjá þeim á miðvikudaginn sem voru reyndar aðeins undir væntingum mínum sem voru reyndar háar. Helst að þau mættu taka sig aðeins minna alvarlega á sviði og ekki vera flýta sér svona mikið í gegnum prógrammið. Katrín var eiginlega sú eina sem minnti mann á að maður væri á tónleikum en ekki bara að horfa á þau á æfingu. En kraftinn vantaði samt ekki. Fokkit, þessi póstur er orðinn alltof langur. Platan er frábær, tónlistin góð, umslagið flott og kaupið hana. Hér er lagið Mammút.


Mammút - Mammút

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home