fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gorillaz & Ghostigital

Ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði með þetta blogg var að ég var oft ósammála öðrum íslenskum mp3 bloggum og fannst mörg hver ansi einsleit í viðhorfum sínum. Oft að pósta sömu lögum og erlendar síður, hæpa sömu bönd og pitchfork o.s.frv. Ég trúi því að fólk vilji líka fá að heyra eitthvað gamalt sem það hefur ekki heyrt áður og tónlistarstefnur aðrar en eru ríkjandi í dag. Þó eru margir sem eru að grafa upp áhugavert stöff sem maður hefur ekki heyrt minnst á og maður tekur ástfóstri við.

Eitt af því sem til dæmis var áberandi eftir Hættið! tónleikana í byrjun árs var samróma álit fólks um að Ghostigital hefði verið óþolandi og leiðinlegasta bandið. Ok, ég er kannski ekki alveg hlutlaus en ég hef alltaf verið heillaður af tónlist þeirra Einars Arnar og Curvers hvort sem það er Ghostigital, Purrkur Pillnikk eða Brim. En mér fannst þeir ásamt Dr. Spock bera af það kvöld. Damien Rice var boring, Magga Stína líka, Sigur Rós eins og við var að búast, múm voru góð, Rass voru hressir, Ham undir væntingum og Egó voru klisjulegir að vanda.

Það sem stóð uppúr hins vegar fannst mér vera flutningur Damons Albarn og Ghostigital á þá nýsömdu lagi, Aluminium, þar sem álversframkvæmdum var mótmælt harðlega. Í því lagi skein stjarna Hrafnkels Flóka (Kaktusar) og Gísla Galdurs hvað hæst en sá fyrrnefndi lék einfalt og fallegt trompetsóló og Galdurinn lék á plötuspilarann af einstakri snilld. Ég var því sérlega svekktur að hafa ekki fundið þetta lag neins staðar nema einhvern 30 sekúndna bút í frekar slökum gæðum. En á nýjustu smáskífu Gorillaz má finna lagið Stop The Dams sem byggir stórlega á Aluminium. Eitthvað hefur lagið verið fínpússað og einfaldað en Kaktus fær að blása í saxófóninn og Einar Örn hugsar upphátt sína súrrealísku texta. Það eru tvær góðar ástæður fyrir því að ná í lagið og hlusta á það oftar en einu sinni eða tvisvar.

Ghostigital ásamt Damon Albarn - Aluminium (30 sekúndna bútur live)

Gorillaz ásamt Ghostigital - Stop The Dams

1 Comments:

Anonymous curver said...

Bleeez djenz

Bara smá leiðrétting.

Kaktur spilar á Trompet og Stop The Dams er með Gorillaz ásamt Ghostigital (Gorillaz featuring Ghostigital).


Gagni þér vel með bloggið.
c.

9/7/06 01:25  

Skrifa ummæli

<< Home