laugardagur, apríl 15, 2006

Páskastuð

Ég fann tvær skrár í itunes sem tengjast föstudaginum langa eða páskunum. Bill Hicks og Unun. Bill Hicks veltir fyrir sér hvernig við fögnum páskunum. Heiða syngur hins vegar um stelpu sem er að bíða eftir deitinu sínu sem mætir ekki og brennir matinn sem fer til himna. Unun var tilraun Smekkleysu til að gera súperpoppgrúppu og tókst vel þó að meiktilraunir í útlöndum hafi ekki verið farsælar. En ég man Æ. Ég man hvað Lög Unga Fólsins (ekki Fólksins, olli mér eitt sinn heilabrotum) var skemmtilegt og fékk að rúlla oft í spilaranum. Frábær poppplata og sögulega vanmetin.

Bill Hicks - Easter
Unun - Föstudagurinn Langi

Blindsker í sjónvarpinu um daginn. Líklega versta heimildarmynd sem ég hef séð. Bubbi að segja sögur af sér og óskiljanleg leikin myndbrot. Svo veit ég ekki hvað þessi fréttainnslög með Boga Ágústs og félögum áttu að þýða. Bara Bubbi að segja dópsögur og hvað hann var mikill töffari. Myndin byggð á hugmynd Óla Palla. Er það skynsamt? Eins og að gera heimildarmynd um Davíð Odds sem byggir á hugmynd Hannesar Hólmsteins eins og ég heyrði það svo skemmtilega orðað um daginn. Ekkert lag fylgir þessu innslagi.

Til að fullkomna þennan úr einu í allt annað póst þá set ég eitt lag úr allt annarri átt með. Sjaldgæft lag með The Fall. Ekki týpískur Mark E. Smith en gott er lagið. Á rólegum nótum. Gleðilega páska.


The Fall - Arid Al's Dream

2 Comments:

Blogger elsapelsakúluhaus said...

gleðilega páska gaur ;) hvernig er lífið og tilveran þessa dagana í lhí ? lokaverkefnið langt á veg komið ?

16/4/06 22:37  
Blogger hreggviðsson said...

ja, svona ágætlega... allavega taktu frá 6. maí og láttu sjá þig niðrí hafnarhúsi.

17/4/06 19:42  

Skrifa ummæli

<< Home