þriðjudagur, apríl 25, 2006

Sly Stone

Fönkmeistarinn Sly Stone hefur átt skrautlega ævi og ferillinn sveiflast upp og niður allt eftir hversu mikið kókaín hann hafði milli handanna en það var yfirleitt nóg til að gera Rick James stoltan. Hann ásamt semífjölskyldusveitinni Sly & The Family Stone náði fönkinu upp í nýjar hæðir, voru með fyrstu sveitunum til að vera með pólitískan áróður í lögum sínum og voru frumkvöðlar í að diskóvæða fönkið með laginu Family Affair.

Eftir farsælan feril á síðustu árum sjöunda áratugarins og fyrrihluta þess áttunda þá hætti Sly & The Family Stone '75 og Sly Stone reyndi fyrir sér einn síns liðs en náði ekki sömu hæðum og hljómsveitin hafði náð. Lítið sem ekkert heyrðist frá Sly á níunda og tíunda áratugnum. Hann átti tvö misheppnuð kombökk '83 og ´87 og var frægari fyrir kókaínotkun og handtökur en fyrir tónlist sína. Þegar Sly & The Family Stone voru svo heiðruð í Rock & Roll Hall of Fame þá fannst Sly kallinn í einhverju gettóathvarfi ekki gerandi góða hluti. Fékk svo samning '95 en beilaði á honum en Sly og hljómsveit komu loks aftur saman á síðastliðinni Grammyhátíð og Sly var í feiknastuði.

En ég fann gamalt videó af Sly í viðtalsþætti árið 1970 og þar er hann vægast sagt vel gíraður og skemmtilega dressaður að vanda.Sly & The Family Stone - Everybody Is a Star
Sly & The Family Stone - If You Want Me To Stay

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home