miðvikudagur, maí 17, 2006

CocoRosie

CocoRosie í kvöld og tvö lög í tilefni þess. Ég hlakka mikið til að sjá systurnar í kvöld og vonandi standa þær undir væntingum. Allavega fara góðar sögur af tónleikum þeirra sem eru víst mikið sjónarspil og voða mikið krútt eitthvað. Vona að það sé samt ekki of mikið eins og sumar íslenskar sveitir. Hef samt engar áhyggjur af því. Tónlistin er frábær, þær sætar og bjóða einnig upp á visúal efni á tónleikunum.


CocoRosie - By Your Side
CocoRosie - Beautiful Boyz (ásamt Anthony)

Svo komst ég yfir Nouvelle Vague plötuna og þó ég hafi póstað lagi með þeim síðast þá stenst ég ekki freistinguna að láta Killing Moon núna. Alveg brilljant koverað. Undurfagurt og sexí. Platan er alveg skotheld í grilldinnermúsík í sumar. Don't Go, Ever Fallen In Love og fleiri slagarar teknir í bossanóvameðferð frá Marc Collin sem lætur svo einhverjar söngkonur hvísla lögin með kynþokkafullum hreim.


Nouvelle Vague - Killing Moon

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home