þriðjudagur, maí 30, 2006

Kickin' it óldskúl

Alltaf gaman að rifja upp 80's hip-hop, svona smá diskó og einfaldir og skemmtilega aulalegir textar. Ekkert farið að bera á sérdeilis ömurlegum textum um glæpi, byssur, kampavín, kellingar og gulltennur. I Need Love með LL Cool J er skemmtilega rómantískur poppslagari og upphafið að því að hann fór að fikra sig í átt að sykurhúðuðum poppslögurum. Textann er skemmtilegt að hlusta á og velta fyrir sér af hverju hann hélt ekki áfram sem hinn mjúki rappari þar sem hann á heima. En hann reyndi að vera harður en kommon hver tekur Ladies Love Cool James alvarlega sem harðan gaur. Flúff.

LL Cool J - I Need Love
LL Cool J - Rock The Bells

Whodini byrjuðu í upphafi níunda áratugarins sem er auðheyrt af mjúkum eitísskotnum synthatöktum og Sugarhilllegu rappinu. Þeir eru víst enn starfandi en eitthvað hefur lítið heyrst frá þremenningunum undanfarin ár. En ekki gleymdir. Mæli líka með Chubb Rock. Góður.

Whodini - Magic's Wand
Whodini - Freaks Come Out At Night

Man Parrish - Hip Hop Be Bop (Don't Stop)
Chubb Rock - Treat 'Em Right

En maður verður að fara að splæsa í punktcom því ekki getum maður geymt lengur á skólaservernum þannig að það gæti verið að linkarnir á lögin verði óvirkir en ég reyni að kippa því í liðinn áður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home