fimmtudagur, júní 22, 2006

Bobby kallinn

Ég er búinn að vera veikur fyrir undarlegum áratugum undanfarið, 50's/early 60's og early 90's. Báðir áratugirnir þykja nú ekki hafa mikið kúl yfir sér og taldir til hallærislegri tímabila tónlistarsögunnar só far. En ég held að 90's fari að koma sterkt inn eins og 90's kvöldið á 11unni bar með sér um daginn. Burt með fokkin 80's böll og þema endalaust. Allir komnir með ógeð á þessum túberuðu vibbum. a-ha og duran duran og allt þetta fáranlega krapp má eiga sig og ég vil fara að sjá Dr. Alban, Snap! og hljómsveitir eins og 2 Unlimited með eina söngkonu og einn rappara með dredda sem dælir upp úr sér textum sem verður seint vitnað í. Áfram æðisleg eróbikóp og kjánaleg hljómborð og synthar. Fjólublár, grænn eru litirnir og glowhringir eru komnir til að vera (hafa þeir ekki alltaf verið inni?). Broskallar og aflitað hár. Reifkvöld. Jess, þetta er svo sannarlega málið í sumar.

Technotronic & Felly - Pump Up The Jam
Snap! - I've Got The Power
Maxx - No More I Can't Stand It
Maxx - Get Away

Tvö síðustu lögin er svo keimlík að það þarf að leggja vel við hlustir til að heyra muninn. Maxx verður seint talin merkileg hljómsveit en eru ein af óteljandi hljómsveitum sem byggðu á sömu formúlu eins og t.d. Culture Beat, 2 Unlimited, Cappella og fleiri. Einn taktur sem var endalaust endurnýttur, söngkona og hæfileikalaus rappari (helst með dredda). En þetta þótti flott.

Svo einhvern veginn til að halda balans er fínt í rigningunni og í þynnkunni að koma sér á strik aftur með því að hlusta á skemmtilega smjörlegna ástarsöngva vatnsgreiddra
herramanna á borð við Bobby Vinton. Bobby kemur reyndar ekki fram á sjónarsviðið fyrr en 1962 og á sinn mesta frægðartíma næstu 3 árin. Hann átti marga smelli sem fóru á toppinn og var afkvæmi 6. áratugarins og hélt sig við sykursætar ballöður sem mæður jafnt sem dætur hrifust af. Þetta er mest allt væmnir ástarsöngvar en það er eitthvað við þær sem er svo æðislegt að maður hrífst með. Bobby hefur svo verið misjafnlega heppin með notkun á lögum sínum. David Lynch gerði Blue Velvet náttúrulega ódauðlegt í samnefndri mynd en svo þurfti helvítis r&b hóran Akon að taka Mr. Lonely og gera úr því eitt viðbjóðslegasta lag samtímans úr því sem flestir vilja gleyma.


Bobby Vinton - Blue Velvet
Bobby Vinton - Blue On Blue
Bobby Vinton - Mr. Lonely
Bobby Vinton - Rain, Rain Go Away

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vertu bara smjörleginn sjálfur vinur! Bobby er kóngurinn og um það verður ekki deilt auk þess sem hann er enn í fullu fjöri og stutt í næstu tónleika eins og sjá má á heimasíðu meistarans: http://www.bobbyvinton.com

Skora á sem flesta að skrá sig í BVK (Bobby Vinton Klúbbinn)!

23/6/06 22:45  

Skrifa ummæli

<< Home