þriðjudagur, júní 13, 2006

Nýtt og gott dót

Hef verið að tékka á nokkrum plötum sem hefur verið þó nokkur eftirvænting eftir og eru að fara að koma út í sumar. Kannski mesta eftirvæntingin verið eftir sólóplötu Thom Yorke, The Eraser og sjá hvort hann feti ótroðnar slóðir og komi manni á óvart. Nei, svo er ekki. Allt í blönduðum og léttum Kid A/Amnesiac fíling og ekkert nema gott um það að segja en ekkert ferskt og óvænt. En frábær og þétt plata fyrir Radiohead aðdáendur. Sérstaklega eru lögin Analyse og Harrowdown Hill stórgóð og ljúf þó það sé erfitt að velja lög út.

(búið að taka út lögin en tékkið á soulseek á plötunni)

Það ættu nú allir að hafa heyrt nokkur af nýju Gus Gus lögunum á barnum og því nokkuð ljóst í hvaða stíl platan Forever verður. Í If You Don't Jump Your English sem hefur verið í spilun í þónokkurn tíma þá er Í Augum Úti stefið tekið og endurunnið mjög skemmtilega. Þetta lag á pottþétt eftir að lifa lengi í partípleilistum og á skemmtistöðum. Svo finnst mér æði að fá Pál Óskar í lag nr. 3 (veit ekki alveg hvað það heitir, Hold You?). Af öllum þeim söngvurum og listamönnum sem hafa verið í Gus Gus og unnið með þeim af hverju í ósköpunum var hann ekki löngu kominn á blað. Pál Óskar í Gus Gus. Ekki spurning.

Gus Gus - If You Don't Jump Your English
Gus Gus - Hold You (ásamt Páli Óskari)

Hinn óútreiknanlegi og klikkaði Kool Keith eiga allir að þekkja sem hlustað hafa á eitthvað meira hiphop en 50 cent. Hvort sem það er undir Dr. Octagon, Black Elvis, Dr. Dooom eða öðrum nöfnum þá er alltaf hægt að búast við einhverju frumlegu og skemmtilegu frá honum. Platan Dr. Octagonecologyst er ein af betri hiphop plötum sem ég hef heyrt og því spenntur að heyra framhaldið. En The Return Of Dr. Octagon er þónokkuð undir væntingum en á samt sína spretti. Væri til í að leyfa Curver að leika lausum hala og Ghostigitalisa Dr. Octagon og heyra útkomuna. Hefur alveg potential í meira experimental og meira brjálæði.


Kool Keith - Lag 6

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home