mánudagur, júní 26, 2006

Sensational

Rapparinn Sensational er víst ekki efnaður maður. Bjó um tíma í sófa hjá félögum sínum og gerir kannski enn. Hann hefur tekið lagið með Ghostigital nokkrum sinnum og m.a. á tónleikum í New York blindfullur og hress. Það verður samt ekki tekið af honum að hann er mjög sérstakur rappari, rámur slefar hann orðum út úr sér og fer almennt óhefðbundnar leiðir í tónlist sinni. Fyrsta sólóplatan hans, Loaded With Power sem kom út 1997, tók hann sjálfur upp og sá um að framkvæma flest hljóð með kjaftinum á sér eins og t.d. flestar bassalínur og takta. Í stað míkrófóns þá plöggaði hann heyrnartól og tók upp allt rapp í gegnum þau. Ég mæli allavega með að tékka á þessari snilldarplötu, næstu plötur hans á eftir komast ekki nálægt henni. Tékkið líka á Strangely Shaped með Sensational og Ghostigital.


Sensational - Thick Marker
Sensational - Where It Started At

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home