sunnudagur, júlí 09, 2006

Japanskar stúlkur, Chris Barber og kristilegt hip hop

Ég veit ekki alveg hvernig ég rakst á þetta lag og veit ekkert um flytjendurnar. Það tekur þó ekki burt þá skemmtilegu upplifun sem er að hlusta á þessar snaróðu, hraðmæltu japönsku stúlkur. Textann er hægt að nálgast hérna.

Lady Q & Misae - Dame Dame No Uta

Eftir þessa geðveiki er gott að kúpla sig niður með hinum enska básúnuleikara Chris Barber og hljómsveit hans. Einstaklega ljúft. Gæti verið upphafsstef í breskum sakamálaþætti á RÚV einhvern föstudaginn. Þetta lag er hægt að finna meðal annars á disknu Vintage Instrumentals, Vol. 1 sem ber þetta einstaklega ósmekklega cover að neðan.


Chris Barber's Jazz Band - Petite Fleur

Um daginn póstaði ég nokkrum lögum eftir hinn tilraunaglaða rappara Sensational en hann kemst ekki nándar nærri Glen Galaxy (áður Glen Galloway) sem starfrækir eins manns kristilegu hip hop sveitina soul-junk. Allar plötur soul-junk plöturnar heita ártölum frá miðbiki síðustu aldar. Merkingin á bakvið þær nafngiftir eru óljósar en það truflar mig ekki þar sem þær plötur sem ég á eru allar stórskemmtilegar í fjölbreytileika sínum. Textarnir ekkert kjaftæði um eiturlyf, glæpi og konur og ekkert verið að nota ódýr sömpl. Tilraunagleði og góð skemmtun.

soul-junk - supernatch
soul-junk - dry bones
soul-junk - ill-m-i

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home