miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Hvernig Regina Spektor eyðilagði fríið mitt..eða næstum því

Flaug ásamt frú til Berlín 15. ágúst og sá auglýsingu um að Regina Spektor væri að spila það kvöldið á klúbb nálægt þar sem við vorum. Mættum á staðinn og við blasti röð af undarlega svartklæddu crowdi í röð, einhvern vegin ekki líklegt lið til að vera á leiðinni á Reginu Spektor. Enda kom í ljós að tónleikunum hafði verið frestað. Tékkuðum samt á klúbbnum sem var einkonar numetal/emo-rokk staður sem var ekki alveg það sem maður hafði búið sig undir. En létum okkur hafa það og sátum að drykkju með hressum A-Þjóðverjum. Þegar við ætluðum að halda heim á leið vildi svo ekki betur til en Dana fékk feiknastórt gler lengst upp í ilina á leiðinni út af klúbbnum. Við tók svo mikið blóð, sjúkrabíll, ca. tveir tímar á spítala, fjögur spor í ilina, hækjur og hugsanlega rúmfesta í einhverja daga hjá Dönu. Allavega varð ekkert úr Belgíuferð hjá okkur, vorum reyndar búin að ræða að slá hana af vegna verulegs lestar- eða flugkostnaðar.

Svo pointið með þessari sögu/afsökun: ekkert fokking Pukkelpop þetta árið. En í sárabót var farið á Massive Attack tónleika þar sem TV On The Radio og DJ Shadow hituðu upp. TVOTR byrjuðu og voru frábærir, hljóðið gott, bandið þétt og Tunde Adebimpe er minn uppáhaldsrokksöngvari. Eftirminnilegast hjá þeim var þegar þeir tóku Wolf Like Me. Tunde er líka magnaður á sviði. DJ Shadow kom svo næst, vopnaður 3 plötuspilurum og með tjald fyrir aftan sig þar sem videó var varpað í takt við lögin. Hann spilaði gamalt dót í bland við lög af nýju plötunni, The Outsider, sem er að koma út.

DJ Shadow var skemmtilegur og fékk fólk til að hreyfa á sér mjaðmirnar. Best fannst mér útfærslan á Six Days og svo Seein Thangs og videóið við það lag sem er á nýju plötunni. David Banner rappar í Seein Thangs með sterkum, suðurríkja grime hreim. Kannski ekki fyrir alla en fannst nýju lögin sem innihéldu rapp mun betri en þegar hann fékk einhvern Chris Martinlegan söngvara til að taka nokkur lög með sér. Það var ekki jafn skemmtilegt.

Massive Attack enduðu svo kvöldið. Mættu með hljómsveit á sviðið sem mér fannst ekki að vera gera sig, hljóðið ekki nógu gott og óþarfa gítarsóló sem einstaka áhorfendur slömmuðu jafnvel við. Ekki viðeigandi. En þeir áttu ágætis spretti og voru ágætir en náðu ekki upp sömu stemmingu og TVOTR og DJ Shadow. Ullu mér vonbrigðum með að taka ekki nýjasta lagið sitt, Live With Me. En þetta voru yfir heildina fínir tónleikar og ágætis sárabót. Ætlaði svo á Afrika Bambaataa síðasta föstudag en veiktist skyndilega og fékk mikinn hita og missti af þeim.

DJ Shadow - Seein Thangs (ásamt David Banner)

Er búinn að vera fastur í 80's electrórappinu og held mig í því enn um sinn. Sá afbragðs myndband með Rocksteady Crew við hið stórskemmtilega lag Hey You. Ef ég væri stelpa þá mundi ég pottþétt klippa mig eins og söngkonan í myndbandinu. Æðislegt myndband.


Rocksteady Crew - Hey You
Planet Patrol - Play At Your Own Risk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home