þriðjudagur, júlí 25, 2006

Konono No. 1

Sá í Fréttablaðinu að Björk sé að taka upp með Konono No. 1 fyrir næstu plötu. Hef líka heyrt að hún hafi gert nokkur lög með hip hop súperpródúsernum Timbaland. En það er nú önnur saga. Ég las mér aðeins til um þessa hljómsveit frá Kongó en hún er á mála hjá FatCat útgáfunni. Hún er rúmlega 25 ára gömul og er víst einstaklega mögnuð á tónleikum en Konono No. 1 spila ekki á nein hefðbundin hljóðfæri heldur tilbúin hljóðfæri eins og likembé , heimatilbúna míkrófóna, viftur, potta og bílaparta. Plata þeirra Congotronics frá 2005 var margverðlaunuð og vakti mikla athygli fyrir hvernig hljómsveitin blandaði saman heimstónlist og elektróník og skapaði mjög sérstakan og dansvænan hljóm sem fær mann til að setja á repeat og detta inn í algjöran trans. Það er ekki nokkur leið að sitja kyrr meðan maður hlustar á lagið Paradiso.


Konono No. 1 - Paradiso

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll og bless, heyri að þú þekkir KOnono nr. 1 - vildi bara segja þér að þau koma á Listahátíð í vor og spila hér í Hafnarhúsportinu þann 11. maí.
Kveðjur Þórunn Sigurðardóttir

24/1/07 11:36  

Skrifa ummæli

<< Home