miðvikudagur, júlí 12, 2006

Karen OSpike Jonze gerði þessa mögnuðu auglýsingu fyrir adidas en lagið finnst mér ekki síðra en auglýsingin sjálf. Það er hin fáránlega kynþokkafulla Karen O með sinni fallegu og seiðandi rödd. Eintóm vellíðan og fegurð, bæði auglýsing, lag og söngkona. Mæli líka með að tékka á Gold Lion myndbandinu. Það er fyrst þegar maður sér myndbönd með Yeah Yeah Yeahs að maður áttar sig á hversu flott Karen O er.

Karen O & Squeak E. Clean - Hello Tomorrow (auglýsingaútgáfa)
Karen O & Squeak E. Clean - Hello Tomorrow (í fullri lengd)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home