föstudagur, júlí 21, 2006

Besta lag ársins?

Did I Step On Your Trumpet með Danielson er eitt af skemmtilegastu lögum ársins. Hingað til. Kannast líklega margir við það og svo sem ekkert nýtt. Platan Ships er æði og allt það. Um daginn fann ég remix af laginu sem var gefið út sem B hlið á I'm Slow but I'm Sloppy 7 tommunni. Platan var gefin út af anticon sem fæst aðallega við hip hop. Bara nokkuð vel heppnað remix ansi hreint. Sérstaklega lúðrasveitabyrjunin.


Danielson - Did I Step On Your Trumpet
Danielson - Did I Step On Your Trumpet (Remix)

Ben Folds úr Ben Folds Five fékk Mike Skinner með sér til að taka slagarann Bitches Ain't Shit eftir Dr. Dre í accoustic útgáfu um daginn á tónleikum. Textinn fær að njóta sín í fallegum flutningi þeirra félaga.

Ben Folds & Mike Skinner - Bitches Ain't Shit

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home