föstudagur, ágúst 11, 2006

Hollensk hip hop og Þór Eldon

Var bent á hollenska rapparann Pete Philly af vini mínum út í Hollandi. Ákvað að ná í plötuna Mind.State með honum ásamt pródúsernum Prequisite. Þeir gera hip hop í anda djasskotinna 
hip hop banda s.s. A Tribe Called Quest, Digable Planets, The Roots, 
The Pharcyde o.fl. Ekkert að finna upp hjólið en þetta er bráðferskt stöff frá þeim félögum. Svona hollenska útgáfan af Forgotten Lores. Sem er ekki slæmt.  Í laginu Hope fá þeir Talib Kweli til liðs við sig en hann ætti alvarlega að íhuga frekara samstarf með þeim félögum, sérstaklega Prequisite enda afar hæfileikaríkur. Mjög smooth plata sem ég mæli með.

Pete Philly & Prequisite - Hope (ásamt Talib Kweli)
Pete Philly & Prequisite - Lazy

Svo heyrði ég nokkur lög af nýútkominni plötu Þórs Eldon þar sem hann hefur smíðað takta undir ljóðalestur hins mikla ljóðskálds, Dags Sigurðarssonar. Þau lög sem ég hef heyrt eru hreint út sagt eyrnakonfekt og með því ferskasta, fallegasta og besta sem ég hef heyrt í íslensku tónlistarlífi síðan, tjah, man ekki hvað. Stórkostlegt og hlakka til að fá plötuna upp í hendurnar en hún er uppseld í bili en fljótlega von á öðru upplagi. Fæst aðeins í Smekkleysu og á sanngjörnu verði. Dauðaskammtur kemur allavega sterklega til greina sem besta íslenska lag ársins.

Þór Eldon & Dagur Sigurðarson - Dauðaskammtur

Man eftir því hvað M.I.A. var fersk og skemmtileg. Svo var henni nauðgað og í kjölfarið fékk maður leiða. Nú er svarið komið við bænum manns um nýtt og ferskt greddu hip hop popp sem fær mann til að dansa við. Japanska dísin Tigarah. Fann lagið Girlfight með henni og veit ekkert hvað hún er að syngja um en það skiptir ekki öllu máli. Hún dansar. Og fær mann með sér. Svo er hún ekkert slæm ásýndar.


Tigarah - Girlfight

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home