föstudagur, september 22, 2006

Frá Missy Elliott til The Shadows

Hip-hop er mjög sjálfhverf tónlistarstefna og textabrot eru endurnýtt aftur og aftur og taktar endurunnir undir ýmsum formerkjum. Talent borrows, genius steals. Dæmin eru fjölmörg um stöðuga endurvinnslu og gaman að skoða hvernig unnið er með efnið. Missy Elliott gaf t.a.m. út lagið We Run This í fyrra og notaði þá Apache taktinn frá Sugarhill Gang en þeirra enduvinnsla á laginu hefur verið samplaður endalaust innan hip-hop heimsins. En Sugarhill Gang endurunnu taktinn frá Incredible Bongo Band sem hafði endurunnið hann frá Shadows. Fyndið samt í upphafi We Run This segir Missy "my style can't be duplicated or recycled" rétt áður en Apache takturinn skellur á...

Hverjum hefði dottið í hug áhrif Apache eftir The Shadows, einni hallærislegustu hljómsveit síðustu aldar. Bakköpp sveit Cliff Richard. Svo eru til óteljandi aðrar útgáfur sem eru misjafnlega áhugaverðar sem hægt er að grafa upp. En ég mæli með að hlusta á þessi lög, gaman að sjá hvernig unnið er úr þessu Shadows lagi.Missy Elliott - We Run This
The Sugarhill Gang - Apache
Incredible Bongo Band - Apache
The Shadows - Apache

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home