laugardagur, september 09, 2006

Þungarokkspóstur nr. 1

Örugglega líka sá síðasti því mér leiðist þungarokk og rokktónlist sem inniheldur gítarsóló eða trommusóló. Hluti af því er líka að mér leiðist fólk sem hrífst af þungarokki, en það er önnur saga. Hins vegar var ég að horfa á Wild At Heart í gær og þegar ég horfi á hana og heyri stefið úr Slaughterhouse með Powermad þá langar mig að eignast slönguskinnjakkan hans Nicolas Cage og dansa eins og hann í myndinni. En sá draumur verður að rætast síðar. Ég á ekki einu sinni leðurjakka. Verð bara að láta mér nægja að hlusta á lagið og reyna að ná spörkunum hans við lagið í laumi.


Powermad - Slaughterhouse

Svo þegar maður hlustar á lagið þá áttar maður sig á því að lagið er ekki jafnsvalt í raunveruleikanum og þegar Nicolas Cage og Laura Dern eru að stíga trylltan dans við sólóið úr laginu þá er ágætt að setja Typewriter á fóninn. Nær manni niður á jörðina. Lengi leitað að þessu lagi eftir að hafa heyrt það fyrir ca. 2 árum. Leroy Anderson samdi og skrifaði. Gjörið svo vel

Leroy Anderson - Typewriter

1 Comments:

Blogger Magnus Hreggvidsson said...

Tja, Soulseek + þolinmæði. Mundi bara eftir að lagið hét Typewriter. En þetta er algjör snilld, það er rétt.

16/9/06 14:32  

Skrifa ummæli

<< Home