mánudagur, september 25, 2006

Dauðir linkar

Linkarnir eru dauðir, búið að loka aðgang mínum að LHÍ servernum. Enda skiljanlegt þar sem ég er ekki enn nemandi þar. Stefni að því að kippa þessu í lag í kvöld.

föstudagur, september 22, 2006

Frá Missy Elliott til The Shadows

Hip-hop er mjög sjálfhverf tónlistarstefna og textabrot eru endurnýtt aftur og aftur og taktar endurunnir undir ýmsum formerkjum. Talent borrows, genius steals. Dæmin eru fjölmörg um stöðuga endurvinnslu og gaman að skoða hvernig unnið er með efnið. Missy Elliott gaf t.a.m. út lagið We Run This í fyrra og notaði þá Apache taktinn frá Sugarhill Gang en þeirra enduvinnsla á laginu hefur verið samplaður endalaust innan hip-hop heimsins. En Sugarhill Gang endurunnu taktinn frá Incredible Bongo Band sem hafði endurunnið hann frá Shadows. Fyndið samt í upphafi We Run This segir Missy "my style can't be duplicated or recycled" rétt áður en Apache takturinn skellur á...

Hverjum hefði dottið í hug áhrif Apache eftir The Shadows, einni hallærislegustu hljómsveit síðustu aldar. Bakköpp sveit Cliff Richard. Svo eru til óteljandi aðrar útgáfur sem eru misjafnlega áhugaverðar sem hægt er að grafa upp. En ég mæli með að hlusta á þessi lög, gaman að sjá hvernig unnið er úr þessu Shadows lagi.



Missy Elliott - We Run This
The Sugarhill Gang - Apache
Incredible Bongo Band - Apache
The Shadows - Apache

laugardagur, september 16, 2006

We Are Bitches In The City

Ekki hlustað á Air í langan tíma en heyrði Everybody Hertz diskinn um daginn og hef verið að rifja hann upp síðan. Mörg skemmtileg og fjölbreytt remix á plötunni, allt frá bossanova til döbb og hip-hops. Held einna mest upp á Jack Lahana remixið af People In The City, þó að takturinn á köflum minnir mig óneitanlega á Missy Elliot. Reyndar ætti útgáfan að heita Bitches In The City. Svo er líka á plötunni lagið The Way You Look Tonight sem hefur eingöngu komið út á þessari plötu. Mæli líka með heimasíðu Air, þar er t.d. hægt að fara í ýmsa gagnvirka leiki og finna ýmislegt sem gleður.


Air - People In The City (Jack Lahana Remix)
Air - The Way You Look Tonight

Svo ef einhver ætlar að fara að dansa þá er Rex The Dog tilvalinn fyrir það tækifæri. Tja, eða Ajax. Gredda eða jungle. Virkar allavega. Ég vill annað Ajax kombakk.


Ajax - Forget
Rex The Dog - Frequency

laugardagur, september 09, 2006

Þungarokkspóstur nr. 1

Örugglega líka sá síðasti því mér leiðist þungarokk og rokktónlist sem inniheldur gítarsóló eða trommusóló. Hluti af því er líka að mér leiðist fólk sem hrífst af þungarokki, en það er önnur saga. Hins vegar var ég að horfa á Wild At Heart í gær og þegar ég horfi á hana og heyri stefið úr Slaughterhouse með Powermad þá langar mig að eignast slönguskinnjakkan hans Nicolas Cage og dansa eins og hann í myndinni. En sá draumur verður að rætast síðar. Ég á ekki einu sinni leðurjakka. Verð bara að láta mér nægja að hlusta á lagið og reyna að ná spörkunum hans við lagið í laumi.


Powermad - Slaughterhouse

Svo þegar maður hlustar á lagið þá áttar maður sig á því að lagið er ekki jafnsvalt í raunveruleikanum og þegar Nicolas Cage og Laura Dern eru að stíga trylltan dans við sólóið úr laginu þá er ágætt að setja Typewriter á fóninn. Nær manni niður á jörðina. Lengi leitað að þessu lagi eftir að hafa heyrt það fyrir ca. 2 árum. Leroy Anderson samdi og skrifaði. Gjörið svo vel

Leroy Anderson - Typewriter