þriðjudagur, maí 30, 2006

Kickin' it óldskúl

Alltaf gaman að rifja upp 80's hip-hop, svona smá diskó og einfaldir og skemmtilega aulalegir textar. Ekkert farið að bera á sérdeilis ömurlegum textum um glæpi, byssur, kampavín, kellingar og gulltennur. I Need Love með LL Cool J er skemmtilega rómantískur poppslagari og upphafið að því að hann fór að fikra sig í átt að sykurhúðuðum poppslögurum. Textann er skemmtilegt að hlusta á og velta fyrir sér af hverju hann hélt ekki áfram sem hinn mjúki rappari þar sem hann á heima. En hann reyndi að vera harður en kommon hver tekur Ladies Love Cool James alvarlega sem harðan gaur. Flúff.

LL Cool J - I Need Love
LL Cool J - Rock The Bells

Whodini byrjuðu í upphafi níunda áratugarins sem er auðheyrt af mjúkum eitísskotnum synthatöktum og Sugarhilllegu rappinu. Þeir eru víst enn starfandi en eitthvað hefur lítið heyrst frá þremenningunum undanfarin ár. En ekki gleymdir. Mæli líka með Chubb Rock. Góður.

Whodini - Magic's Wand
Whodini - Freaks Come Out At Night

Man Parrish - Hip Hop Be Bop (Don't Stop)
Chubb Rock - Treat 'Em Right

En maður verður að fara að splæsa í punktcom því ekki getum maður geymt lengur á skólaservernum þannig að það gæti verið að linkarnir á lögin verði óvirkir en ég reyni að kippa því í liðinn áður.

miðvikudagur, maí 17, 2006

CocoRosie

CocoRosie í kvöld og tvö lög í tilefni þess. Ég hlakka mikið til að sjá systurnar í kvöld og vonandi standa þær undir væntingum. Allavega fara góðar sögur af tónleikum þeirra sem eru víst mikið sjónarspil og voða mikið krútt eitthvað. Vona að það sé samt ekki of mikið eins og sumar íslenskar sveitir. Hef samt engar áhyggjur af því. Tónlistin er frábær, þær sætar og bjóða einnig upp á visúal efni á tónleikunum.


CocoRosie - By Your Side
CocoRosie - Beautiful Boyz (ásamt Anthony)

Svo komst ég yfir Nouvelle Vague plötuna og þó ég hafi póstað lagi með þeim síðast þá stenst ég ekki freistinguna að láta Killing Moon núna. Alveg brilljant koverað. Undurfagurt og sexí. Platan er alveg skotheld í grilldinnermúsík í sumar. Don't Go, Ever Fallen In Love og fleiri slagarar teknir í bossanóvameðferð frá Marc Collin sem lætur svo einhverjar söngkonur hvísla lögin með kynþokkafullum hreim.


Nouvelle Vague - Killing Moon

laugardagur, maí 13, 2006

Blandað stöff



Jæja, búinn að vera í góðri pásu frá blogginu enda verið upptekinn við að klára lokaverkefnið mitt úr LHÍ og setja upp útskriftarsýningu niðrí Hafnarhúsi. Hvet alla til að kíkja, opið til 25. maí og ókeypis inn.

Hef nú ekkert verið að ná í neitt ógrynni af nýrri tónlist og legið meira yfir eldra dóti. Ætla að setja inn nokkur af lögunum sem hafa komið manni í gegnum síðustu vikur og hafa langan endingartíma.

Lee Hazlewood - For One Moment
Tindersticks - Ballad Of Tindersticks
My Bloody Valentine - Forever And Again

Wire - Marooned
Purrkur Pillnikk - Nú

Les Négresses Vertes - C'Est Pas la Mer À Boire
Archie Bell & The Drells - Tighten Up
Birdy Nam Nam - Jazz It At Home
Sly & The Revolutionaires - Cocaine

Akrobatik - U Can't Fuck Wit' it
P.O.S. - Safety in Speed (Heavy Metal)
Stjáni Blái & Kötturinn Felix - Ég Gleymdi Veskinu

Svo er ný Nouvelle Vague plata á leiðinni og ég hlakka til að heyra hana. Hér er Blue Monday koverað og er í svipuðum fíling og gamla stöffið.

Nouvelle Vague - Blue Monday