þriðjudagur, júlí 25, 2006

Konono No. 1

Sá í Fréttablaðinu að Björk sé að taka upp með Konono No. 1 fyrir næstu plötu. Hef líka heyrt að hún hafi gert nokkur lög með hip hop súperpródúsernum Timbaland. En það er nú önnur saga. Ég las mér aðeins til um þessa hljómsveit frá Kongó en hún er á mála hjá FatCat útgáfunni. Hún er rúmlega 25 ára gömul og er víst einstaklega mögnuð á tónleikum en Konono No. 1 spila ekki á nein hefðbundin hljóðfæri heldur tilbúin hljóðfæri eins og likembé , heimatilbúna míkrófóna, viftur, potta og bílaparta. Plata þeirra Congotronics frá 2005 var margverðlaunuð og vakti mikla athygli fyrir hvernig hljómsveitin blandaði saman heimstónlist og elektróník og skapaði mjög sérstakan og dansvænan hljóm sem fær mann til að setja á repeat og detta inn í algjöran trans. Það er ekki nokkur leið að sitja kyrr meðan maður hlustar á lagið Paradiso.


Konono No. 1 - Paradiso

föstudagur, júlí 21, 2006

Besta lag ársins?

Did I Step On Your Trumpet með Danielson er eitt af skemmtilegastu lögum ársins. Hingað til. Kannast líklega margir við það og svo sem ekkert nýtt. Platan Ships er æði og allt það. Um daginn fann ég remix af laginu sem var gefið út sem B hlið á I'm Slow but I'm Sloppy 7 tommunni. Platan var gefin út af anticon sem fæst aðallega við hip hop. Bara nokkuð vel heppnað remix ansi hreint. Sérstaklega lúðrasveitabyrjunin.


Danielson - Did I Step On Your Trumpet
Danielson - Did I Step On Your Trumpet (Remix)

Ben Folds úr Ben Folds Five fékk Mike Skinner með sér til að taka slagarann Bitches Ain't Shit eftir Dr. Dre í accoustic útgáfu um daginn á tónleikum. Textinn fær að njóta sín í fallegum flutningi þeirra félaga.

Ben Folds & Mike Skinner - Bitches Ain't Shit

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Karen OSpike Jonze gerði þessa mögnuðu auglýsingu fyrir adidas en lagið finnst mér ekki síðra en auglýsingin sjálf. Það er hin fáránlega kynþokkafulla Karen O með sinni fallegu og seiðandi rödd. Eintóm vellíðan og fegurð, bæði auglýsing, lag og söngkona. Mæli líka með að tékka á Gold Lion myndbandinu. Það er fyrst þegar maður sér myndbönd með Yeah Yeah Yeahs að maður áttar sig á hversu flott Karen O er.

Karen O & Squeak E. Clean - Hello Tomorrow (auglýsingaútgáfa)
Karen O & Squeak E. Clean - Hello Tomorrow (í fullri lengd)

sunnudagur, júlí 09, 2006

Japanskar stúlkur, Chris Barber og kristilegt hip hop

Ég veit ekki alveg hvernig ég rakst á þetta lag og veit ekkert um flytjendurnar. Það tekur þó ekki burt þá skemmtilegu upplifun sem er að hlusta á þessar snaróðu, hraðmæltu japönsku stúlkur. Textann er hægt að nálgast hérna.

Lady Q & Misae - Dame Dame No Uta

Eftir þessa geðveiki er gott að kúpla sig niður með hinum enska básúnuleikara Chris Barber og hljómsveit hans. Einstaklega ljúft. Gæti verið upphafsstef í breskum sakamálaþætti á RÚV einhvern föstudaginn. Þetta lag er hægt að finna meðal annars á disknu Vintage Instrumentals, Vol. 1 sem ber þetta einstaklega ósmekklega cover að neðan.


Chris Barber's Jazz Band - Petite Fleur

Um daginn póstaði ég nokkrum lögum eftir hinn tilraunaglaða rappara Sensational en hann kemst ekki nándar nærri Glen Galaxy (áður Glen Galloway) sem starfrækir eins manns kristilegu hip hop sveitina soul-junk. Allar plötur soul-junk plöturnar heita ártölum frá miðbiki síðustu aldar. Merkingin á bakvið þær nafngiftir eru óljósar en það truflar mig ekki þar sem þær plötur sem ég á eru allar stórskemmtilegar í fjölbreytileika sínum. Textarnir ekkert kjaftæði um eiturlyf, glæpi og konur og ekkert verið að nota ódýr sömpl. Tilraunagleði og góð skemmtun.

soul-junk - supernatch
soul-junk - dry bones
soul-junk - ill-m-i