mánudagur, júní 26, 2006

Sensational

Rapparinn Sensational er víst ekki efnaður maður. Bjó um tíma í sófa hjá félögum sínum og gerir kannski enn. Hann hefur tekið lagið með Ghostigital nokkrum sinnum og m.a. á tónleikum í New York blindfullur og hress. Það verður samt ekki tekið af honum að hann er mjög sérstakur rappari, rámur slefar hann orðum út úr sér og fer almennt óhefðbundnar leiðir í tónlist sinni. Fyrsta sólóplatan hans, Loaded With Power sem kom út 1997, tók hann sjálfur upp og sá um að framkvæma flest hljóð með kjaftinum á sér eins og t.d. flestar bassalínur og takta. Í stað míkrófóns þá plöggaði hann heyrnartól og tók upp allt rapp í gegnum þau. Ég mæli allavega með að tékka á þessari snilldarplötu, næstu plötur hans á eftir komast ekki nálægt henni. Tékkið líka á Strangely Shaped með Sensational og Ghostigital.


Sensational - Thick Marker
Sensational - Where It Started At

fimmtudagur, júní 22, 2006

Bobby kallinn

Ég er búinn að vera veikur fyrir undarlegum áratugum undanfarið, 50's/early 60's og early 90's. Báðir áratugirnir þykja nú ekki hafa mikið kúl yfir sér og taldir til hallærislegri tímabila tónlistarsögunnar só far. En ég held að 90's fari að koma sterkt inn eins og 90's kvöldið á 11unni bar með sér um daginn. Burt með fokkin 80's böll og þema endalaust. Allir komnir með ógeð á þessum túberuðu vibbum. a-ha og duran duran og allt þetta fáranlega krapp má eiga sig og ég vil fara að sjá Dr. Alban, Snap! og hljómsveitir eins og 2 Unlimited með eina söngkonu og einn rappara með dredda sem dælir upp úr sér textum sem verður seint vitnað í. Áfram æðisleg eróbikóp og kjánaleg hljómborð og synthar. Fjólublár, grænn eru litirnir og glowhringir eru komnir til að vera (hafa þeir ekki alltaf verið inni?). Broskallar og aflitað hár. Reifkvöld. Jess, þetta er svo sannarlega málið í sumar.

Technotronic & Felly - Pump Up The Jam
Snap! - I've Got The Power
Maxx - No More I Can't Stand It
Maxx - Get Away

Tvö síðustu lögin er svo keimlík að það þarf að leggja vel við hlustir til að heyra muninn. Maxx verður seint talin merkileg hljómsveit en eru ein af óteljandi hljómsveitum sem byggðu á sömu formúlu eins og t.d. Culture Beat, 2 Unlimited, Cappella og fleiri. Einn taktur sem var endalaust endurnýttur, söngkona og hæfileikalaus rappari (helst með dredda). En þetta þótti flott.

Svo einhvern veginn til að halda balans er fínt í rigningunni og í þynnkunni að koma sér á strik aftur með því að hlusta á skemmtilega smjörlegna ástarsöngva vatnsgreiddra
herramanna á borð við Bobby Vinton. Bobby kemur reyndar ekki fram á sjónarsviðið fyrr en 1962 og á sinn mesta frægðartíma næstu 3 árin. Hann átti marga smelli sem fóru á toppinn og var afkvæmi 6. áratugarins og hélt sig við sykursætar ballöður sem mæður jafnt sem dætur hrifust af. Þetta er mest allt væmnir ástarsöngvar en það er eitthvað við þær sem er svo æðislegt að maður hrífst með. Bobby hefur svo verið misjafnlega heppin með notkun á lögum sínum. David Lynch gerði Blue Velvet náttúrulega ódauðlegt í samnefndri mynd en svo þurfti helvítis r&b hóran Akon að taka Mr. Lonely og gera úr því eitt viðbjóðslegasta lag samtímans úr því sem flestir vilja gleyma.


Bobby Vinton - Blue Velvet
Bobby Vinton - Blue On Blue
Bobby Vinton - Mr. Lonely
Bobby Vinton - Rain, Rain Go Away

þriðjudagur, júní 13, 2006

Nýtt og gott dót

Hef verið að tékka á nokkrum plötum sem hefur verið þó nokkur eftirvænting eftir og eru að fara að koma út í sumar. Kannski mesta eftirvæntingin verið eftir sólóplötu Thom Yorke, The Eraser og sjá hvort hann feti ótroðnar slóðir og komi manni á óvart. Nei, svo er ekki. Allt í blönduðum og léttum Kid A/Amnesiac fíling og ekkert nema gott um það að segja en ekkert ferskt og óvænt. En frábær og þétt plata fyrir Radiohead aðdáendur. Sérstaklega eru lögin Analyse og Harrowdown Hill stórgóð og ljúf þó það sé erfitt að velja lög út.

(búið að taka út lögin en tékkið á soulseek á plötunni)

Það ættu nú allir að hafa heyrt nokkur af nýju Gus Gus lögunum á barnum og því nokkuð ljóst í hvaða stíl platan Forever verður. Í If You Don't Jump Your English sem hefur verið í spilun í þónokkurn tíma þá er Í Augum Úti stefið tekið og endurunnið mjög skemmtilega. Þetta lag á pottþétt eftir að lifa lengi í partípleilistum og á skemmtistöðum. Svo finnst mér æði að fá Pál Óskar í lag nr. 3 (veit ekki alveg hvað það heitir, Hold You?). Af öllum þeim söngvurum og listamönnum sem hafa verið í Gus Gus og unnið með þeim af hverju í ósköpunum var hann ekki löngu kominn á blað. Pál Óskar í Gus Gus. Ekki spurning.

Gus Gus - If You Don't Jump Your English
Gus Gus - Hold You (ásamt Páli Óskari)

Hinn óútreiknanlegi og klikkaði Kool Keith eiga allir að þekkja sem hlustað hafa á eitthvað meira hiphop en 50 cent. Hvort sem það er undir Dr. Octagon, Black Elvis, Dr. Dooom eða öðrum nöfnum þá er alltaf hægt að búast við einhverju frumlegu og skemmtilegu frá honum. Platan Dr. Octagonecologyst er ein af betri hiphop plötum sem ég hef heyrt og því spenntur að heyra framhaldið. En The Return Of Dr. Octagon er þónokkuð undir væntingum en á samt sína spretti. Væri til í að leyfa Curver að leika lausum hala og Ghostigitalisa Dr. Octagon og heyra útkomuna. Hefur alveg potential í meira experimental og meira brjálæði.


Kool Keith - Lag 6