þriðjudagur, janúar 31, 2006

6 day war

Ég veit nú ekki mikið um hljómsveitina Colonel Bagshot annað en hún er frá Liverpool og gáfu út hið stórgóða lag 6 Day War. Textinn vísar í sex daga stríðið sem Ísraelar háðu við nokkrar Arabaþjóðir í júní 1967 og gjörsigruðu þær og náðu í kjölfarið nokkrum landsvæðum af þjóðunum, t.d. Gasasvæðinu. Margir kannast örugglega við lagið eftir að Dj Shadow samplaði það í laginu Six Days af Private Press. Hendi bara báðum útgáfum inn.



Colonel Bagshot - The 6 Day War




DJ Shadow - Six Days

föstudagur, janúar 27, 2006

snjóflóð

Hressandi lag frá Áströlunum í Avalanches til að koma manni í eh.. stuð. Hef ekkert heyrt neinar fréttir um aðra plötu frá þeim en vonandi fer eitthvað að gerast í þeim. Gáfu held ég reyndar út einhverja smáskífu 2002, en ég vil sjá stóra plötu. Jæja, þetta lag er af Since I Left You frá 2000 sem er skyldueign á öllum góðum heimilum.



The Avalanches - Frontier Psychiatrist

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Kirkjur og kvikmyndir

Ég hef verið að uppgötva plötu sem fór fram hjá mér í fyrra, platan The Complete Guide To Insufficiency með David Thomas Broughton. Sérstaklega hefur síðasta lagið á plötunni heillað mig, Ever Rotating Sky. Platan er öll tekin upp í einni töku inn í kirkju og Broughton er bara einn að spila á gítar og með smá undirspil á teipi. Hann minnir dáldið á Anthony & The Johnsons á köflum eða Will Oldham og jafnvel Devendra Banhart. Spái því að þessi drengur eigi eftir að verða hæpaður upp með næstu plötu, allavega bind ég miklar vonir við hann.



David Thomas Broughton - Ever Rotating



Sándtrökkin úr myndum David Lynch eru alltaf framúrskarandi og hann hefur alltaf verið hrifinn af tónlist og tíðaranda 6. áratugarins. Þó svo að tónlistin úr Mulholland Drive sé kannski ekki jafn eftirminnileg og t.d. úr Blue Velvet þá stendur samt eitt lag upp úr þeirri mynd. Það er hið sykursæta tyggjókúlupopplag I've Told Every Little Star með Lindu Scott.



Linda Scott - I've Told Every Little Star

þriðjudagur, janúar 24, 2006

smá fokk með linkana

Linkarnir á lögin eru í einhverju ólagi en það verður komið í lag eftir smá stund.

mánudagur, janúar 23, 2006

smá hip hop í vikubyrjun

Mér hefur fundist halla dálítið á hip hop á helstu tónlistarbloggsíðum hérlendis. Reyndar var Egill Harðar með nokkur lög frá anticon útgáfunni en annars er lítið fjallað um það nema þá helst að Sage Francis, MF Doom og Edan hafa fengið einhverja umfjöllun. Mér fannst því tilvalið að pósta nokkrum skemmtilegum hip hop lögum sem mér finnst skilið að rati í fleiri eyru.

Fyrst er bræðingur þar sem búið er að splæsa saman Notorious B.I.G. laginu Everyday Struggle saman við A Day In A Life Of A Fool með Frank Sinatra. Þetta er af stórskemmtilegum disk sem heitir Blue Eye Meets Bed Stuy og er með skemmtilegri mashup plötum sem ég hef heyrt. Allavega er þetta lag alveg að svínvirka á mig og ef eitthvað er þá er það betra en báðar upprunalegu útgáfurnar. Hefði óneitanlega verið gaman að sjá þá taka lagið saman, voru eins miklar andstæður og hugsast getur, Sinatra með sín bláu augu í svíngfíling í Las Vegas en Biggie með sín 150 kíló í krakkfíling í Brooklyn. Maður veltir því svo fyrir sér hvernig það mundi hljóma ef einhver taki að sér að splæsa saman samsvarandi tónlistarmenn hér heima, Geir Ólafs við Dóra DNA. Væri forvitnilegt að heyra það.



Notorious B.I.G. & Frank Sinatra - A Day In A Life Of A Fool



Ég hef lengi haldið upp á hinn kanadíska Buck 65 sem hefur verið einn af afkastamestu tónlistarmönnum síðustu ára. Hann hefur reyndar verið að færa sig smátt og smátt í átt frá hip hopi eins og platan hans Secret House Against The World frá í fyrra bar merki. Lagið Pants On Fire kom fyrst út á hinni stórgóðu Man Overboard en var síðan endurútgefið í breyttri mynd á This Right Here Is Buck 65 sem kom út á síðasta ári.



Buck 65 - Pants On Fire (af Man Overboard)
Buck 65 - Pants On Fire (af This Right Here Is Buck 65)



Svo ætla ég að klára rappið í bili með goðsagnakenndu lagi (allavega í minni æsku). Ég átti fyrri hlutann af þessu lagi á kassettu þegar ég var 14 ára og man að þetta var mjög eftirsótt lag á þessum tíma. Það áttu allir í mínum gamla heimabæ, Borgarnesi, þetta lag kóperað af sama originalnum þannig að það átti enginn allt lagið í heild sinni. Maður gat rakið feril lagsins langt, langt aftur í tímann og það var stór hluti þess að þetta lag öðlaðist þann sess sem það skipar enn þann dag í dag meðal gamalla rappaðdáenda í Borgarnesi. Þegar ég hlusta á þetta lag þá fæ ég þvílíkan nostalgíuhroll og læt mig dreyma um gamla vasadiskóið og mixteipin...


Boogiemonsters - Mark Of The Beast



Leyfi svo að fljóta með moshi moshi bandinu Best Fwends sem eru tveir geðsjúkir félagar, frá Texas af öllum stöðum, sem spila að eigin sögn þroskaheft anti-pop. Ég veit ekki um betri skilgreiningu á tónlistinni en ég veit að hún er snarbiluð og er meira hressandi í morgunsárið heldur en tvöfaldur espresso. Hérna er eitt hressandi hryðjuverk frá þeim.



Best Fwends - Ultimate Teem

fimmtudagur, janúar 19, 2006

70's stöff

Ég hef verið aðeins að hlusta á gamalt soul og r & b stöff frá 8. áratugnum og fundið fullt af dóti sem hefur heillað mig. Mikið af þessu dóti hefur verið samplað í bak og fyrir af t.d. RJD2, RZA, Dr. Dre o.fl. En þarna fann ég t.d. snillinginn Syl Johnson sem var gamall blúsari áður en hann gat sér orð sem einn besti soul söngvari 8. áratugarins. Röddinni svipar dálítið til Al Green en þeir voru hjá sama útgefanda um sem fannst Al Green söluvænni og Syl Johnson féll í skuggann af honum. Hann er samt engu síðri en Al Green og lagið I Hate I Walked Away af plötunni Back For Your Taste of Love er kennslubókardæmi um hvernig á að skila texta frá sér. Þetta lag var svo notað með ekkert sérstökum árangri í laginu We Made It með Ghostface Killah af Supreme Clientele.



Syl Johnsson - I Hate I Walked Away



Næst er það heróín og offitusjúklingurinn Baby Huey sem kynnti sig yfirleitt með línunni "I'm Big Baby Huey, and I'm 400 pounds of soul." Það var hverju orði réttara en hann þurfti að taka afleiðingunum heróínsins því en hann lést úr hjartaáfalli 1970, aðeins 26 ára að aldri. Eina platan sem hann lifði til að taka upp, The Living Legend, kom út ári seinna. Platan er fönkskotin í anda Curtis Mayfield og sýnir mikla breidd og hæfileika sem aðeins geta komið frá 400 punda heróínsjúkling. Í laginu Hard Times, sem er eftir Curtis Mayfield, heyrir maður að þessi maður hefði getað orðið stórstjarna.



The Baby Huey Story - Hard Times



Marlena Shaw var einkum þekkt fyrir að vera jazzsöngkona og var um tíma hjá Blue Notes útgáfunni. Hún er þekktust fyrir lagið California Soul sem var samplað af DJ Premier í laginu Check The Technique. En ég er yfir mig hrifin af öðru lagi með henni sem heitir Woman of The Ghetto.



Marlena Shaw - Woman of the Ghetto